Enska landsliðið er komið í 8-liða úrslit HM í Rússlandi eftir sigur á Kólumbíu í 16-liða úrslitum í kvöld.
England þurfti vítakeppni til að sjá Kólumbíu úr leik en þetta var í fyrsta sinn er liðið vinnur leik í vítakeppni á HM.
Það varð allt vitlaust á samskiptamiðlum eftir sigurmark Eric Dier í vítakeppninni sem kom þeim ensku áfram.
Íslendingar halda margir með enska liðinu eftir að okkar strákar duttu úr leik í riðlakeppninni.
Það var líf og fjör á Twitter yfir leiknum eins og má sjá hér fyrir neðan.
Sá súkkulaðiúlnliður á ospinna í síðasta vítinu.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) 3 July 2018
Ég vissi að Henderson væri að fara að klikka um leið og hann byrjaði að halda á lofti með spaðasvipinn sinn. The Ultimate Pulsa
— HrafnkellFreyr (@hrafnkellfreyr) 3 July 2018
We still believe #ItsComingHome
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) 3 July 2018
King Pickford!!!!! ?
— Egill Einarsson (@EgillGillz) 3 July 2018
Eftir að hafa horft á þennan leik veit ég hvernig dyravörðunum á Felix leið þegar ég var að væla mig inn 2005.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) 3 July 2018
Hæ hæ Dier haters! pic.twitter.com/wxzBSFN03w
— Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) 3 July 2018
Þarna!!!! It’s coming home!!!!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) 3 July 2018
Vítaæfingin skapar meistarann!
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) 3 July 2018
Eric Dier endaði leikinn með 28,6% passing accuracy en tróð þessu víti inn.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) 3 July 2018
Það er enginn minna fótboltamannslegur en Harry Maguire. Holningin. Hann gæti hinsvegar 100% verið viðskiptastjóri á þjónustusviði Advania. #fotboltinet
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) 3 July 2018
ITS COMING HOME!
— Máni Pétursson (@Manipeturs) 3 July 2018
Það eru víst „mjög góðar“ almenningssamgöngur í Bógóta. Enn ein ástæða til að halda mér sem lengst frá Kólumbíu. HashtagHM
— Frímann Gunnarsson (@frimanngunnars) 3 July 2018
Þetta er eitt besta HM sem ég man eftir háaldraður maðurinn. Frábærir leikir, geggjuð skemmtun. #fotboltinet #hmruv
— Teitur Örlygsson (@teitur11) 3 July 2018
The cup on its way to England pic.twitter.com/gIeXC0ITKX
— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) 3 July 2018
52 years of hurt never stopped me dreaming. #itscominghome
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) 3 July 2018