Enska landsliðið er komið í 8-liða úrslit HM í Rússlandi eftir sigur á Kólumbíu í 16-liða úrslitum í kvöld.
England þurfti vítakeppni til að sjá Kólumbíu úr leik en þetta var í fyrsta sinn er liðið vinnur leik í vítakeppni á HM.
Það varð allt vitlaust á samskiptamiðlum eftir sigurmark Eric Dier í vítakeppninni sem kom þeim ensku áfram.
Gary Lineker, fyrrum framherji Englands, grét eftir spyrnu Dier en hann greinir frá því á Twitter.
Það er mikill léttir fyrir England að vera komið áfram en margir bjuggust við miklu af liðinu í Rússlandi.
Hér má sjá færslu Lineker.
Fuck me, I’m crying. Yes yes yes.
— Gary Lineker (@GaryLineker) 3 July 2018