fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Sendiherra Svíþjóðar tók á móti fólki og samlöndum sínum á Ingólfstorgi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil stemning á Ingólfstorgi í dag er sænska knattspyrnulandsliðið mætti svissneska á HM í Rússlandi.

Svíar hafa komið mörgum á óvart á mótinu í sumar og tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit með 1-0 sigri á Sviss í dag.

Það voru ófáir aðdáendur sem gerðu sér leið á Ingólfstorg í dag til þess að sjá Svía spila leikinn sem hófst klukkan 14:00.

Håk­an Ju­holt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, var staddur í miðbænum og tók á móti samlöndum sínum og öðrum sem fylgdust með leiknum.

Juholt er fyrrum formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins en hann var ráðinn sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í lok síðasta árs.

,,Frábær karl, mjög eðlilegur og elskulegur. Tók mjög vel á móti fólki – öllum!“ sagði Sveinn Hjörtur Guðfinnsson um Juholt.

Hér fyrir neðan má sjá Juholt ásamt áhorfendum á Ingólfstorgi í dag.

Myndirnar tók Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og gaf hann DV góðfúslega leyfi til að birta þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar

Vörnin líklega ekki styrkt í janúar
433Sport
Í gær

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld

Segir Arsenal sigurstranglegasta liðið – Mætir þeim í kvöld
433Sport
Í gær

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Í gær

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið

Uppljóstraði um skilaboð þessara þekktu manna til Sydney Sweeney – Svona var innihaldið
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar