England 1-1 Kólumbía (England áfram eftir vítakeppni)
1-0 Harry Kane(víti, 58′)
1-1 Yerri Mina(93′)
England hefur tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum HM í Rússlandi eftir leik við Kólumbíu í kvöld.
Það var boðið upp á dramatík eins og oft áður í þessari keppni en úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.
Harry Kane kom Englendingum úr vítaspyrnu í síðari hálfleik eftir að Carlos Sanchez hafði gerst brotlegur innan teigs.
Það leit út fyrir að ætla að duga enska liðinu en í blálokin jafnaði varnarmaðurinn Yerri Mina fyrir Kólumbíu með skalla eftir hornspyrnu.
Framlenging því niðurstaðan en við fengum engin mörk þar og þurftu úrslitin að ráðast í vítakeppni.
Þar hafði England betur en Eric Dier skoraði úr vítaspyrnunni til að tryggja þeim ensku áfram.