England er komið yfir gegn Kólumbíu á HM í Rússlandi en liðin eigast við í 16-liða úrslitum mótsins.
Staðan er orðin 1-0 fyrir þeim ensku en Harry Kane gerði mark Englendingar úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.
Það varð allt vitlaust eftir þann dóm og hópuðust leikmenn Kólumbíu að dómara leiksins sem er með lítil tök þessa stundina.
Johan Mojica, leikmaður Kólumbíu, reyndi að skemma vítapunktinn áður en Kane skaut á markið.
Mojica traðkaði ítrekað á punktinum en það kom þó ekki að sök enda spyrna Kane örugg.
Þetta má sjá hér.
Colombian player when England were awarded the penalty. #COLENG pic.twitter.com/url2Gzun1T
— FIFA World Cup (@WorIdCupUpdates) 3 July 2018