Svíþjóð 1-0 Sviss
1-0 Emil Forsberg(66′)
Svíþjóð tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum HM í kvöld er liðið mætti Sviss í 16-liða úrslitum keppninnar.
Leikur dagsins var nokkuð fjörugur en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu þeir gulklæddu.
Emil Forsberg sá um að tryggja Svíum sigur með marki í síðari hálfleik og einng farseðilinn í næstu umferð.
Svíar mæta annað hvort Englandi eða Kólumbíu í 8-liða úrslitum en þau lið eigast við klukkan 18:00.