fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmanni Manchester United brugðið – Hitti átrúnaðargoðið í miðjum frumskógi Kólumbíu – Þekkirðu baksvipinn?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að 61 árs stuðningsmanni Manchester United hafi verið brugðið þegar hann rakst á eitt af átrúnaðargoðum sínum í miðjum frumskógi í Kólumbíu.

Maðurinn sem um ræðir heitir Michael Payne og var hann á ferðalagi um Suður-Ameríku á dögunum þegar hann gekk á eftir manni sem honum þótti kunnuglegur.

Þarna var á ferðinni enginn annar en spænski miðjumaðurinn Juan Mata sem var staddur í Kólumbíu í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Payne segir við breska fjölmiðla að Mata sé einn af hans uppáhaldsleikmönnum en Spánverjinn var ekki valinn í lokahóp spænska landsliðsins sem fell úr leik á HM eftir tap gegn Rússum á sunnudag.

Michael segist hafa rætt stuttlega við Mata, meðal annars um æfingaferðalag Manchester United sem er framundan í Bandaríkjunum og tímabilið sem er framundan.

Mata, sem varð heimsmeistarari með Spánverjum árið 2010, hefur leikið með Manchester United frá árinu 2014. Hann hefur skorað 39 mörk í 186 leikjum. Þess má til gamans geta að í fyrrasumar var Juan Mata í sumarfríi á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Í gær

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Í gær

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid