Það fór fram stórskemmtilegur leikur í Pepsi-deild karla í kvöld er FH og Stjarnan áttust við í stórslag í Kaplakrika.
FH tók forystuna snemma leiks í kvöld er Brandur Olsen skoraði fallegt mark eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Staðan var 1-0 þar til á 37. mínútu leiksins er Brynjar Gauti Guðjónsson jafnaði metin fyrir gestina með skalla eftir hornspyrnu sem Hilmar Árni Halldórsson tók.
Daníel Laxdal varð svo fyrir því óláni að skora klaufalegt sjálfsmark fyrir Stjörnuna snemma í síðari hálfleik en hann þrumaði þá boltanum í eigið net.
Markavélin Hilmar Árni skoraði svo jöfnunarmark leiksins fyrir Stjörnuna á 65. mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti innan teigs sem fór í slá og inn.
Hilmar Árni var svo aftur á ferðinni undir lok leiksins er hann tryggði þeim bláklæddu sigur með stórkostlegu sigurmarki úr aukaspyrnu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og er Stjarnan nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals.