Belgía 3-2 Japan
0-1 Genki Haraguchi(48′)
0-2 Takashi Inui(52′)
1-2 Jan Vertonghen(69′)
2-2 Marouane Fellaini(74′)
3-2 Nacer Chadli(94′)
Belgía tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum HM í kvöld er liðið mætti Japan í ótrúlegum knattspyrnuleik.
Japanar komu öllum á óvart í síðari hálfleik og komust í 2-0 með stuttu millibili eftir markalausan fyrri hálfleik.
Genki Haraguchi byrjaði ballið fyrir Japan snemma í síðari hálfleik áður en Takashi Inui bætti við öðru marki.
Jan Vertonghen lagaði stöðuna fyrir Belga á 69. mínútu leiksins og þá hófst ótrúleg endurkoma.
Marouane Fellaini jafnaði metin fyrir Belga fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf Eden Hazard.
Það var svo Nacer Chadli sem tryggði Belgum sigur á 94. mínútu leiksins eftir skyndisókn en Japan átti stuttu áður hornspyrnu.
Belgar vinna því 3-2 sigur og mæta Brasilíu í 8-liða úrslitum mótsins.