Japan er komið í 2-0 gegn Belgíu á HM í Rússlandi en liðin eigast við í 16-liða úrslitum mótsins.
Belgar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en snemma í þeim síðari hafa Japanar komið sterkir inn.
Takashi Inui var að bæta við öðru marki liðsins eftir að Genki Haraguchi hafði skorað það fyrra.
Mark Inui var virkilega laglegt en hann átti frábært skot fyrir utan teig sem Thibaut Courtois réð ekki við.
,,Hvað er að þessu HM?!“ öskraði Gummi Ben er hann lýsti leiknum á Rúv og við tökum undir það!
What’s Going on here, Inui with a Second goal for Japan#BELJPN pic.twitter.com/rSRxEspaLe
— That Mech Kid ! (@r3al__AJ) 2 July 2018