Mohamed Salah er kominn á lista yfir tíu launahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.
Salah skrifaði í dag undir fimm ára samning við Liverpool en hann var frábær fyrir liðið á síðustu leiktíð.
Salah fær nú 200 þúsund pund í vikulaun hjá Liverpool sem er jafn mikið og þeir David de Gea og Eden Hazard.
Salah er enn langt frá því að vera launahæsti leikmaður deildarinnar en það er Alexis Sanchez hjá Manchester United sem fær 350 þúsund pund í vikulaun.
Harry Kane og Mesut Özil koma þar á eftir með 300 þúsund pund á viku en þeir hafa báðir skrifað undir nýlega hjá Tottenham og Arsenal.
Hér má sjá listann í heild sinni.