Einar Örn Jónsson sá um að lýsa leik Úrúgvæ og Portúgals á mánudag en leikurinn var sýndur í beinni á Rúv.
Úrúgvæ tryggði sér þar sæti í 8-liða úrslitum mótsins en liðið vann 2-1 sigur á Portúgölum í fjörugum leik.
Með Úrúgvæ leikur framherjinn Luis Suarez sem er alls ekki vinsælasti leikmaður heims en hann hefur þrisvar á ferlinum verið settur í bann fyrir að bíta andstæðing.
Blaðamaðurinn Jóhann Ingi Hafþórsson kvartar yfir hvernig Einar fjallaði um Suarez og nefnir tvö atvik sem komu upp í fyrri hálfleik.
,,Nú er ég ekkert sérstakur aðdáandi Suarez og hef aldrei stutt lið sérstaklega sem hann spilar með en að nánast lýsa yfir óbeit á einum leikmanni í beinni útsendingu var mér ekki að skapi,“ skrifar Jóhann í Morgunblaðinu.
,,Einar hélt svo áfram og lýstiu yfir pirringi sínum á að stuðningsmenn í stúkunnu væru að reyna útgáfu af hinu heimsfræga víkingaklappi,“ bætti Jóhann við. Pistil hans má sjá hér fyrir neðan.