Diego Maradona er mjög piraður á fréttafluttningi um heilsu sína og líðan á HM í Rússlandi.
Maradona var mjög skrautlegur í stúkunni gegn Nígeríu á þriðjudag þegar Argentína skaut sér í 16 liða úrslit.
Maradona virkaði í annarlegu ástandi en í hálfleik þurfti hann aðstoð lækna, honum leið ekki vel.
,,Ég var í áfalli þegar ég sá fréttir um að ég hefði farið í sjúkrabíl,“ sagði Maradona.
,,Við vorum öll saman, ég og mitt lið og við vorum í áfalli yfir þessum sögum. Þetta var lygi.“
,,Þetta gerir mig reiðan, systir mín hringdi og spurði hvort það væri í lagi með mig. Bróðir minn á Ítalíu, frændi og fleiri. Vondar fréttir, ferðast hraðar en þær góðu.“
,,Ég er á lífi, og það fer vel um mig.„