Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur velti því fyrir sér hver gæti tekið íslenska landsliðinu ef Heimir Hallgrímsson hættir eftir HM.
Heimir gæti verið að stýra liðinu í síðasta sinn gegn Króatíu á HM í kvöld. Hann ætlar að taka sér tíma eftir HM og velta framtíðinni fyrir sér.
,,Nú ætla ég að koma með ómálefnalegt svar, einhver útlendingur. Ég sé ekki neinn Íslending taka þetta jobb,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni á Stöð2 Sport.
Hjörvar nefndi svo tvo erlenda þjálfara. ,,Draumurinn minn, Louis van Gaal. En David Moyes?,“ sagði Hjörvar en Reynir Leósson var ekki samála.
Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru nefndir sem kostir af þeim sem eru frá Íslandi.