Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rostov:
Heimir Hallgrímsson telur að vinsældir íslenska landsliðsins á Instagram trufli menn ekkert. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali hans á RÚV.
Edda Sif Pálsdóttir settist niður með Heimi fyrir utan völlinn í Rostov í gær, degi fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu.
Ísland þarf að vinna Króatíu í Rostov í dag og treysta á góð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu til að fara áfram.
Rúrk Gíslason hefur notið rosalegra vinsælda á HM og fengið meira en milljón nýja fylgjendur á Instagram.
,,Þú ert ekki að tala við réttan mann í þessu, ég hef aldrei farið á Instagram. Ég veit voða lítið,“ sagði Heimir við Eddu.
,,Ég held að þeir sem eru þar, þeir eru þar alla daga. Ég held að þetta trufli ekki neinn.“