fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Íslenskir stuðningsmenn gerðu allt vitlaust í Moskvu og brutu gólf á hóteli – „Aumingja starfsfólkið“ | Myndband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júní 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ákveðin þjóðhátíðarstemning hafi ríkt hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins undanfarna daga. Meðfylgjandi myndskeið sýnir einmitt íslenska stuðningsmenn sem gengu kannski aðeins og langt í gleðinni í Moskvu á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Það var mexíkóski blaðamaðurinn Rodolfo Landeros sem birti myndskeiðið á Twitter-síðu sinni. Rodolfo er fréttamaður hjá Fox og eru fylgjendur hans á Twitter 185 þúsund. Það hafa því býsna margir séð myndbandið. Hann var staddur á hóteli í Moskvu daginn eftir leik Íslands og Argentínu þar sem fyrir voru stuðningsmenn Íslands og Mexíkó.

 

Gleðin var við völd og af myndbandinu að dæma datt einum íslenskum stuðningsmanni það snjallræði í hug að taka víkingaklappið með Mexíkóunum. Í stað þess að nota trommu, eða eitthvað annað, þá notaði hann stól sem hann sló nokkuð harkalega í gólfið. Á myndbandinu sést starfsmaður hótelsins ganga upp að honum og segja: „Excuse Me“ en stuðningsmaðurinn heldur áfram og klárar dagskrána, ef svo má segja.

Rodolfo birtir svo mynd af gólfinu eftir á og af henni að dæma urðu talsverðar skemmdir á gólfinu.

Í umræðum undir myndbandinu og myndinni segja fylgjendur Rodolfo að það sé gaman að sjá samstöðuna milli stuðningsmanna Íslands og Mexíkó „en aumingja starfsfólk hótelsins. Maður getur séð að þeim líður ekki vel í þessum aðstæðum.“

Rodolfo er síðan spurður hver hafi þurft að borga fyrir skemmdirnar. Rodolfo svarar að bragði:  „Íslendingurinn þurfti að borga fyrir gólfið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park