Alfreð Finnbogason átti góðan leik fyrir Ísland í dag eins og aðrir leikmenn í 1-1 jafntefli við Argentínu.
Sergio Aguero kom Argentínu yfir í leiknum í dag áður en Alfreð jafnaði fyrir Ísland stuttu síðar.
Argentína var mikið með boltann í dag en íslenska vörnin hélt og uppskáru strákarnir verðskuldað stig.
Alfreð setti inn færslu á Instagram eftir leikinn þar sem hann segist vera ótrúlega stoltur af liðinu.
,,Náðuð þið þessu,“ skrifaði Alfreð einnig við myndina þar sem hann öskrar á myndavél á vellinum.
Færsluna má sjá hér.