Rúrik Gíslason kom inná sem varamaður í stöðunni 1-1 er Ísland mætti Argentínu á HM í dag.
Rúrik leið vel er hann steig inn á völlinn og sérstaklega þar sem Hannes Þór Halldórsson hafði stuttu áður varið vítaspyrnu Lionel Messi.
,,Momentið þegar ég kom inná var fínt. Mér leið vel og það var lykilatriði að Nesi hafi varið þessa vítaspyrnu,“ sagði Rúrik.
,,Það var mómentið þegar ég kom inná. Það hefði verið á brattann að sækja hefði hann skorað úr þessari spyrnu.“
,,Mér finnst eins og við getum haldið boltanum betur og trúa á það því við erum fínir fótboltamenn og þegar við héldum boltanum sköpuðum við okkur fín færi.“
,,Á móti Englandi á EM voru strákarnir komnir áfram en nú telur þetta mikið. Það er mikilvægt að fara strax í næsta leik.“
,,Við þurfum að einbeita okkur að púsla Aroni Einari saman fyrir næsta leik! Við þurfum að koma okkur niður á jörðina.“