Emil Hallfreðsson spilaði frábærlega fyrir íslenska landsliðið í dag í 1-1 jafntefli gegn Argentínu.
Emil segist líða vel á miðri miðjunni og gat svo sannarlega tekið stigið sem við fengum í dag.
,,Það er ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í þessum ‘sigri’. Þetta var frábært stig og ég held að við getum verið sáttir miðað við hvernig þetta var í stöðunni 1-1 og Messi á vítapunktinum,“ sagði Emil.
,,Við tökum þetta eina stig og recoverum vel núna og einbeitum okkur að næsta leik held ég.“
,,Ég hef fengið að spila á miðjunni og mér líður vel með Aroni með tvo fyrir framan og það hentar mínum leikstíl og það hefur gengið vel undanfarið.“
,,Við erum allir að spila vel í þessum leikjum og þá er auðvelt að spila vel, þá er auðvelt að líta vel út.“
,,Þetta var þvílíkt hlaup í dag og mikið af hlaupum fyrir okkur miðjumennina. Það fer gríðarleg orka í það og þegar við fáum boltann þá eru strikerarnir líka djúpt til baka.“
,,Þetta var samt alltaf að fara vera svona í dag. Ég bjóst aldrei við öðruvísi leik og vissi að mikið af orku færi í að verjast.“
,,Í fyrri hálfleik sköpuðum við okkur færi sem við hefðum getað skorað úr en vorum þreyttari í síðari sem er eðlilegt.“