fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Gylfi vill spila sóknarbolta: Óþarfi að vera svona mikið í vörn

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson gat alveg sætt sig við einn punkt í dag er Ísland mætti Argentínu á HM og gerði 1-1 jafntefli.

Gylfi viðurkennir að það sé erfitt að spila nauðvörn nánast allan leikinn og vill spila meiri sóknarbolta.

,,Þetta er frábær tilfinning. Þetta var mjög erfiður leikur, það var mikið um varnarhlaup og færslur og svo framvegis,“ sagði Gylfi.

,,Þetta eru jákvæð úrslit. Varnarleikurinn var frábær. Ég man ekki eftir neinu dauðafæri sem þeir sköpuðu sér.“

,,Auðvitað áttu þeir mikið af skotum og hálffærum og markið var frábært en við vörðumst vel sem lið á móti þessum leikmönnum.“

,,Ég myndi vilja spila meiri sóknarbolta, við myndum allir vilja það en við trúum allir á þetta.“

,,Við vitum að þetta getur náð í góð úrslit og þetta er okkar besti möguleiki á að ná í góð úrslit.“

,,Við erum sterkir í föstum leikatriðum og skyndisóknum og sérstaklega á móti svona þjóðum vitum við að við þurfum að verjast mjög vel.“

,,Þetta er svipað eins og í fyrsta leik gegn Portúgal á EM. Sigurinn gegn Englandi er sigur, þetta er bara einn punktur.“

,,Við erum gríðarlega sáttir, miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Hannes ver víti og ég held að við höfum allir verið mjög ánægðir með hvernig við vörðumst.“

,,Við erum í nauðvörn 70% af leiknum og hin 30% erum við í venjulegri vörn. Þetta er rosalega erfitt og kannski óþarfi að vera svona mikið í vörn.“

,,Við vorum fínir fyrstu 30-35, við pressuðum á þá og settum smá spurningamerki við vörnina hjá þeim en þetta var allt öðruvísi í seinni hálfleik.“

,,Það er mjög mikið eftir. Markmiðið var að ná í stig hér í kvöld og við erum í fínum málum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal