Jose Mourinho, stjóri Manchester United, starfar sem sérfræðingur fyrir RT Sport yfir HM í Rússlandi.
Mourinho sá leik Íslands og Argentínu í dag en eins og flestir vita lauk þeim leik með 1-1 jafntefli.
Mourinho var mjög hrifinn af íslenska liðinu í dag og telur að þeir hafi allir borðað kjöt í morgunmat síðan þeir voru smábörn.
,,Ég held að þessir íslensku strákar hafi borðað kjöt í morgunmat síðan þeir voru smábörn,“ sagði Mourinho.
,,Þeir eru allir mjög sterkir og í góðu líkamlegu formi og þeir nýta sér þá hæfileika í spilamennskunni.“