Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi strákunum okkar kveðju eftir jafnteflið gegn Argentínu í fyrsta leik okkar í lokakeppni HM. 1-1 jafntefli var niðurstaðan og er óhætt að segja að strákarnir hafi staðið sig frábærlega. Katrín segir á Twitter-síðu sinni:
„Til hamingju, kæru drengir, og til hamingju við öll! Þið eruð sannar hetjur og við gætum ekki verið stoltari af ykkur.“
Congratulations dear boys and congratulations to us all! You are true heroes and we couldn’t be prouder of you. #ARGICE #WorldCup #HUH
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 16, 2018