fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Hannes sló í gegn á blaðamannafundi og skaut fast á blaðamann – ,,Ertu frændi Cristiano Ronaldo?“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. júní 2018 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson átti stórleik fyrir Ísland í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í riðlakeppni HM í Rússlandi.

Hannes varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í þessum leik og átti þá aðrar flottar vörslur sem hjálpuðu Íslandi mikið.

,,Fyrir mig að spila fyrir Ísland á HM í fyrsta leiknum og mæta einum besta leikmanni heims. Þetta var stórt augnablik. Það var draumur sem rættist að verja þetta víti. Sérstaklega þar sem það hjálpaði okkur að verja þetta víti,“ sagði Hannes á blaðamannafundi eftir leik.

,,Já, ég vann svolitla heimavinnu. Ég vissi að þetta gæti komið upp, það var kannski langsótt ég var búinn að skoða mörg víti frá Messi og. Ég var með nokkuð góða tilfinningu að hann myndi velja þetta horn.“

Hannes var svo spurður af erlendum blaðamanni af hverju hann hefði fagnað jafnteflinu eins og liðið hefði sigrað leikinn.

Hannes spurði umræddan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo sem talaði um að Ísland væri lið með „a small mentality“ eftir að hafa fagnað jafntefli gegn Portúgal á EM 2016.

,,Ertu frændi Cristiano Ronaldo? Þetta er stórt jafntefli fyrir okkur. Við vissum að það væri mikið atriði að komast á stigatöfluna, við ætlum okkur upp úr riðlinum og vorum að spila gegn einu besta liði heimi, besta leikmanni í heimi og í fyrsta leik okkar á HM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal