fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Plús og mínus – Alveg sama hversu mikið þeir eru með boltann

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. júní 2018 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á HM í Rússlandi í dag en liðið mætti stórliði Argentínu.

Strákarnir okkar voru frábærir í sínum fyrsta leik á HM í sögunni og náðu í stig gegn stjörnuprýddu liði Argentínumanna.

Sergio Aguero kom Argentínu yfir í þessum leik en Alfreð Finnbogason jafnaði aðeins fimm mínútum síðar.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Strákarnir voru gjörsamlega GEGGJAÐIR í þessum leik. Eins og oft áður berjast þeir fyrir hvorn annan og við spilum eins og einn risavaxinn leikmaður.

Lionel Messi er besti leikmaður Argentínu, það er alveg á hreinu. Hann var eltur út um allt í þessum leik og var ekki upp á sitt besta. Vonandi er hann pirraður.

Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í þessum leik. Ég þarf ekkert að fara frekar yfir það. Hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi.

Við vorum miklu minna með boltann en áttum ekki mikið færri færi en Argentínumenn. Sköpuðu mjög lítið gegn þessu stórkostlega liði.

Fólk verður að gera sér grein fyrir því hversu margir hæfileikaríkir leikmenn eru í þessu liði Argentínu. Við fengum á okkur eitt mark gegn þessu liði. Eitt.

Við erum STÓRKOSTLEGT lið. Mér er ALVEG sama hvað Argentína er mikið með boltann. Það eru mörkin sem telja.

Ég er orðinn mikill aðdáandi dómarans sem dæmdi þennan leik. Var frábær.

Mínus:

Það er ekkert vont hægt að segja um spilamennsku okkar manna. Að ná jafntefli gegn Argentínu í FYRSTA LEIK Á HM er bara æðislegt

Víkingaklappið hefur oft verið betra en í þessum leik en það er ekki okkur að kenna. Við kennum vellinum um það.

Það eina sem við verðum að passa okkur á eru þessar vítaspyrnur. Fengum á okkur fleiri en eitt á EM. Megum ekki láta það sama gerast á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal