fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Einkunnir úr frábæru jafntefli gegn Argentínu – Hannes bestur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 16. júní 2018 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:

Ísland náði í sögufrægt jafntefli í sínum fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Jafntefli gegn Argentínu.

Kun Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en adam var ekki lengi í paradís. Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn skömmu síðar.

Framherjinn knái byrjaði ekki neinn leik á EM í Frakklandi en byrjaði í dag og þakkaði traustið.

Argentína pressaði stíft á okkur í síðari hálfleik og fékk vítaspyrnu. Hana varði Hannes Þór Halldórsson frá Lionel Messi. Magnað augnablik.

Íslenska liðið hélt út og náði í frábært stig. Næsti leikur er gegn Nígeríu, næsta föstudag.

Einkunnir frá 433.is frá Rússlandi eru hér að neðan.

Hannes Þór Halldórsson 9  – Maður leiksins
Varði allt sem hann áti að verja, gerði teiginn að sínu vígi og gaf hann aldrei eftir. Stórleikja Hannes toppaði sig með því að verja frá Messi.

Birkir Már Sævarsson 8
Komst afar vel frá sínu, var aldrei að lenda í vandræðum í stöðunni einn og einn. Ótrúlegt að hugsa til þess að hann spili í Pepsi deildinni. Bjargaði oft á mikilvægum augnablikum seint í leiknum.

Ragnar Sigurðsson 8
Gjörsamlega geggjaður, grýtti sér fyrir allt og lét finna vel fyrir sér.

Kári Árnason 8
Stýrði vörninni, maður sá það strax í upphafi leiks hvaða gír Kári var í. Mjög öflugur.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Lét plata sig þegar Argentína fékk vítaspyrnu, Hannes bjargaði honum fyrir horn. Fyrir utan það mjög öflugur.

Jóhann Berg Guðmundsson (´63) 8
Gerði góða hluti varnarlega en komst ekki mikið í boltann þegar við sóttum, gerði vel í markinu.. Fór út af meiddur sem var vont að sjá.

Aron Einar Gunnarsson (´76) 8
Leiðtoginn sem við þurftum svo á að halda, stóð undir nafni. Vann návígi og skipulagði liðið.

Emil Hallfreðsson 8
Hélt miðjunni vel með Aroni og var oft klókur að halda í boltann. Frábær leikur.

Birkir Bjarnason 8
Mjög öflugur í varnarhlutverkinu og komst stundum í góða sénsa sóknarlega, gerir svo mikið fyrir þetta lið

Gylfi Þór Sigurðsson 8
Eins og aðrir mjög duglegur og hótaði nokkrum sinnum fram á við. Góður leikur og átti stóran þátt í markinu.

Alfreð Finnbogason 9
Margir töldu að Alfreð myndi ekki byrja leikinn. Kom, sá og sigraði. Fyrsta mark Íslands á HM, duglegur og ósérhlífinn.

Varamaður:

Rúrik Gíslason (´63) 7
Kom af gríðarlegum krafti inn, sjálfstraustið með landsliðinu afar mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“
433Sport
Í gær

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“

Myndi frekar taka leikmann Brighton en annan framherja til United – ,,Mun alltaf velja hann“
433Sport
Í gær

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal

Gyokores kominn með númer hjá Arsenal