Íslendingar eru jafnan duglegir að tjá sig á Twitter þegar um stórviðburði er að ræða og má segja að leikurinn gegn Argentínu sé eitt stærsta augnablik íslenskrar þjóðar á undanförnum árum. Hér að neðan má sjá brot af því besta af Twitter nú þegar tæpur klukkutími er í leik.
Ég ætti kannski ekki að segja frá því en mig dreymdi draum þar sem Emil Hallfreðsson braut klaufalega á Messi rétt fyrir utan vítateig, vinstra megin frá okkar marki séð. Vaknaði með öran hjartslátt og öndina í hálsinum … #hmruv
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) June 16, 2018
Skil ekki að fólk sé stressað yfir þessum leik. Við höfum engu að tapa. Nú á bara að njóta ?? #HMRUV
— Sveinn Olafsson (@svenniola) June 16, 2018
Hvenær er leyfilegt að opna sér bjór? Er að spyrja fyrir vin… #hmruv
— Finnur Jónsson (@finnur33) June 16, 2018
Ég trúi ekki að við séum að fara horfa á Ísland spila á HM í minni lífstíð, þetta er alveg ótrúlegt. #fyririsland #hmruv
— snæicool (@Schnappi8) June 16, 2018
Geggjað HM so far. Frábær opnunarleikur, tveir daufir með geggjaða dramatík í lokin, sturlaður 3-3 leikur og Fra – Ást að bjóða upp á alls konar. Next up: Ísland!!! #fotboltinet #hmruv
— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) June 16, 2018
TEAM #ISL is here #FyrirIsland #WorldCup2018 #HMRuv pic.twitter.com/FwFJwla10n
— Gummi Ben (@GummiBen) June 16, 2018
Samkvæmt meistararitgerð minni í íþróttasálfræði þar sem ég rannsakaði vanmat í íþróttum er mikilvægi leiksins áhrifaþáttur. Upplifun þátttakenda var að minni hætta væri á vanmati í garð andstæðings þegar mikilvægi leiksins er mikið #hmruv #íþróttasálfræðitweet
— Hreiðar Haraldsson (@hr_haralds) June 16, 2018
Klukkan er 14:30 á aðfangadag og ég er 9 ára… Eina lýsingin sem ég hef á líðan minni. Get ekki setið kjurr og tímin bara líður ekki!!! #hmrealtalk #fotboltinet #hmruv
— Oskar Arngrimsson (@oskarzowie) June 16, 2018
Guð minn góður þetta er að fara að gerast. Sama hvernig fer, þá verður þetta stórkostlegt. #hmruv #WorldCup pic.twitter.com/idocNlQtaI
— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) June 16, 2018
#HMRUV jafnvel dauðinn ìhugar að taka sér frí á deigi sem þessum
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 16, 2018