Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Moskvu:
Heimir Hallgrímsson landsliðþjálfari Íslands hefur opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Argentínu klukkan 13:00.
Aron Einar Gunnarsson er klár í slaginn og byrjar með íslenska liðinu.
Athygli vekur að Alfreð Finnbogason er frammi en aðeins við hér á 433.is höfðum spáð honum sæti í byrjunarliðinu, aðrir héldu að Jón Daði Böðvarsson myndi byrja.
Þá eru aðrir á sínum stað eins og búist var við.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason