fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Ben textalýsing – Strákarnir komnir á völlinn

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 16. júní 2018 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðan dag, kæru lesendur og velkomnir í textalýsingu frá Moscow Stadium í Moskvu þar sem framundan er leikur Íslands og Argentínu í fyrsta leik okkar á HM. Stóra stundin rennur upp klukkan 13 að íslenskum tíma, eða klukkan 16 að rússneskum. Hér munum við fræða ykkur um það helsta sem gerist í aðdraganda leiksins og stikla á stóru um það sem gerist meðan hann er í gangi.

Messi er mættur – 11.28

Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sýnt var frá því þegar argentínska liðið mætti nú rétt í þessu. Þegar myndavélin beindist að Lionel Messi brutust út gríðarleg fagnaðarlæti. Það mætti halda að hann gæti eitthvað í fótbolta.

Strákarnir ganga um völlinn – 11.26

Íslenska liðið komið – 11.20

Við sjáum á skjá fyrir framan okkur þegar íslenska liðið rennur í hlað á Spartak Stadium. Strákarnir eru nú að ganga inn í klefa og virka allir pollrólegir og mjög einbeittir.

Argentínumenn ekki sáttir – 11.16

Argentínumenn eru tilfinningaríkir stuðningsmenn og þeir létu vel í sér heyra hér á vellinum þegar verið var að endursýna sigurmark Þjóðverja gegn þeim í úrslitaleik HM 2014. Þeir sem mættir eru púuðu hressilega.

—-

Sjáðu Egil tala um landsliðið – 11.11

Við hittum Egil Einarsson í Moskvu í gær og hann var í miklu stuði. Hér að neðan má sjá hann tala um leikinn sem er framundan og ýmislegt fleira.

—-

 

Dúllan mætt – 11.08

Siggi Dúlla, Sigurður Sveinn Þórðarson, og Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, eru mættir út á völl til að skoða aðstæður. Völlurinn er í toppstandi og líklega ekki hægt að kvarta yfir neinu.

 

 

—-

Stuðningsmenn tínast inn – 11.02
Stuðningsmenn eru farnir að tínast inn á völlinn og má búast við því að völlurinn verði þéttsetinn. Hann tekur 45 þúsund manns í sæti og er heimavöllur Spartak í Moskvu. Argentínumenn voru mjög fjölmennir hér fyrir utan völlinn í morgun og það búast við því að þeir láti vel í sér heyra. Á röltinu um Rauða torgið voru ófáir Argentínumenn að falast eftir miðum á leikinn en þeir hafa líklega gripið flestir í tómt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras

Gæti endað hjá Barcelona þrátt fyrir bras
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill rifta samningi leikmanns

Liverpool vill rifta samningi leikmanns
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Fyrir 2 dögum

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða

Söðlar um innan Lundúna fyrir sex milljarða
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“

Arnar segir frá því sem sló hann þegar hann skoðaði gullaldarliðið á dögunum – „Ég held að það sé bara nauðsynlegt“