fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025

John Travolta tjáir sig um undarlega Grease-kenningu og hvernig það endaði hjá Sandy og Danny

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 5. júní 2018 13:00

John Travolta í hlutverki sínu sem Danny Zuko í Grease árið 1978.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinurinn og leikarinn John Travolta hefur tjáð sig um undarlega kenningu sem deilt er meðal aðdáenda söngvamyndarinnar Grease. Myndin ástsæla fagnaði nýverið 40 ára afmæli sínu og notuðu margir tækifærið til að rifja upp kynni sín við Sandy, Danny og alla hina.

Engar stórar kvikmyndir eru án kenninga, sumar misfurðulegar, ein kenning varðandi Grease snýr að Sandy og að hún sé í raun draugur. Kenningin byggir að stóru leyti á línu sem Danny syngur í laginu Summer nights um að hann hafi rétt svo bjargað henni frá drukknun.

Samkvæmt kenningunni þá dó Sandy, eða fór í dá, sumarið sem hún kynntist Danny og hafi svo dreymt að hafa farið í menntaskólann. Það að menntaskólinn sé í eftirlífinu, eða draumur, í lokin, þegar hún keyrir í burtu með Danny upp í skýin, þá sé Sandy á leið inn í eilífðina.

Travolta var alveg tilbúinn að ræða kenninguna í viðtali við USA Today: „Ég elska þetta. Ímyndunarafl fólks er alveg stórkostlegt,“ sagði Travolta og bætti við: „Svona kenningar fylgja svona tímalausum hlutum [eins og Grease]. Þetta er mjög skemmtilegt.“

Varðandi línuna sem hann söng í Summer nights, segir Travolta að þetta sé bara Danny að monta sig: „Hann var að monta sig. Hann bjó þetta til að gera sig stóran fyrir framan strákana. Sandy og Danny eru að segja tvær mismunandi útgáfur af sömu sögunni og annað hvort þeirra er að ýkja. Það er líklegast Danny.“

Travolta fullvissaði aðdáendur myndarinnar að Sandy sé ekki dáin. „Ég gæti alveg skemmt mér við að halda kenningunni á lofti, en ég þekki þá sem skrifuðu Grease, ég var þarna á sínum tíma. Ég get ekki tekið undir þetta.“

Þó að Sandy og Danny hafi ekki fengið framhaldsmynd þá er Travolta viss um hvernig saga þeirra endar: „Ég held að þau hafi eignast nokkur börn, eins og fólk gerði á þessum tíma. Börn sem þau elskuðu og dáðu. Þau elskuðu hvort annað og héldu í rómantíkina. Sandy og Danny voru alvöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarna úr The Cosby Show drukknaði í fjölskylduferð

Stjarna úr The Cosby Show drukknaði í fjölskylduferð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum

Valdimar Þór hefur áhuga á því að fara til Vals – Víkingur hefur hafnað tveimur tilboðum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“

Grunur um að Leonardo Di Caprio sé byrjaður á Ozempic – „Fæturnir eru eins grannir og á kærustunni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.