fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Frederik sorgmæddur: Ég er miður mín

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júní 2018 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frederik Schram gerði sig sekan um slæm mistök í kvöld en hann stóð vaktina í marki Íslands í 3-2 tapi gegn Norðmönnum.

Frederik reyndi að sóla Joshua King, framherja Noregs, í öðru marki liðsins og kom það verulega í bakið á okkar manni.

,,Þetta er ekki besta tilfinning í heimi. Seinna markið var mér ða kenna og ég hefði átt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Frederik.

,,Stundum er þetta svona, það er auðvelt að vera snjall eftir á en það var frábært að spila fyrir þessa áhorfendur og á Laugardalsvelli en þetta fór ekki eins og ég vildi.“

,,Sendingin til baka var ekki sú besta en ég á að höndla þetta. Fyrsta snertingin var í lagi en mér fannst framherjinn vera nálægt mér svo að ef ég myndi sparka boltanum burt hefði hann getað farið í hné og þaðan í markið. Ég hefði átt að sparka þessu í innkast.“

,,Ég er ánægður með tækifærið, þeir vita hvað ég get gert en því miður sýndi ég hvorki þeim né fólkinu hvað í mér býr og ég er mjög sorgmæddur út af því.“

,,Það er aldrei gaman að gera mistök en þetta var í fyrsta sinn sem ég spila fyrir þessa mögnuðu áhorfendur sem gáfu mér gæsahúð. Ég er miður mín vegna mistakana en ég þarf að horfa fram á við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Furðar sig á að ekki hafi verið gerð atlaga að því að ná í Gísla – „Ég er pirraður“

Furðar sig á að ekki hafi verið gerð atlaga að því að ná í Gísla – „Ég er pirraður“
433Sport
Í gær

Rodrygo orðaður við þrjú lið á Englandi – Tekur hann við af Salah?

Rodrygo orðaður við þrjú lið á Englandi – Tekur hann við af Salah?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ummæli sjónvarpsmannsins vekja töluverða athygli og furðu

Ummæli sjónvarpsmannsins vekja töluverða athygli og furðu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úr D-deild í Meistaradeildina

Úr D-deild í Meistaradeildina