fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Plús og mínus – Er klár í að byrja leiki

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júní 2018 21:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í kvöld er liðið mætti Noregi.

Norðmenn höfðu að lokum betur 3-2 en gestirnir skoruðu tvö mörk seint í leiknum sem dugðu til sigurs.

Íslenska liðið hefur oft spilað betur en í dag en á köflum litu strákarnir þó nokkuð vel út.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það var gaman að sjá kraftinn og gæðin sem Rúrik Gíslason var með í kvöld, ætlar klárlega að spila stóra rullu í Rússlandi og er klár ef Aron Einar eða Gylfi Þór geta ekki spilað. Hann sannaði það í kvöld.

Það var gjörsamlega geggjað að sjá Gylfa Þór Sigurðsson aftur á knattspyrnuvellinum, þar sást hann síðast í mars. Mikilvægar mínútur fyrir hann, til að komast í form.

Hvernig Gylfi Þór kláraði færið sitt, sannaði það hversu mikilvægt er að hafa hann í fullu fjöri. Gjörsamlega geggjað.

Sverrir Ingi Ingason kom að krafti inn í vörn Íslands, sannaði það enn og aftur að hann er klár í byrja leiki. Kastaði sér fyrir hlutina og varðist afar vel.

Það góða við kvöldið að enginn leikmaður Íslands fór meiddur af velli, tökum það jákvæða rétt fyrir HM.

Mínus:

Þetta áhugaleysi sem gerir svo oft vart við sig í æfingaleikjum sást á köflum í leik dagsins.

Það verður að segjast eins og er að stuðningsmenn Íslands hefðu mátt fylla völlinn. Mikið af lausum sætum, þetta lið er að fara á HM. Stærsta svið sem íþróttamaður kemst á. Bætum úr þessu gegn Ghana á fimmtudag.

Botninn féll algjörlega úr leik liðsins á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Furðar sig á að ekki hafi verið gerð atlaga að því að ná í Gísla – „Ég er pirraður“

Furðar sig á að ekki hafi verið gerð atlaga að því að ná í Gísla – „Ég er pirraður“
433Sport
Í gær

Rodrygo orðaður við þrjú lið á Englandi – Tekur hann við af Salah?

Rodrygo orðaður við þrjú lið á Englandi – Tekur hann við af Salah?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ummæli sjónvarpsmannsins vekja töluverða athygli og furðu

Ummæli sjónvarpsmannsins vekja töluverða athygli og furðu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Úr D-deild í Meistaradeildina

Úr D-deild í Meistaradeildina