fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Zidane hættur sem stjóri Real Madrid

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane er hættur sem knattspyrnustjóri Real Madrid, aðeins fimm dögum eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Meistaradeildartitil á þremur árum.

Þessi tíðindi koma eflaust mörgum á óvart enda varð Real Madrid í fyrra fyrsta liðið til að vinna Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð. Sigurinn á Liverpool um liðna helgi var því sá þriðji á jafn mörgum árum. Gengi Madridarliðsins í deildinni olli þó vonbrigðum í vetur og varð liðið að gera sér þriðja sætið að góðu eftir slakan árangur framan af tímabili sérstaklega.

Þessi ákvörðun Frakkans var tilkynnt á blaðamannafundi í Madrid í morgun. Á honum sagði Zidane að hann muni líklega ekki þjálfa á næsta tímabili. Hann kvaðst hafa verið nálægt því að skrifa undir nýjan samning á dögunum en síðan skipt um skoðun. Hann sagðist hafa rætt málið við fyrirliða liðsins, Sergio Ramos, og Ramos sýnt honum stuðning.

Zidane tók við stjórn Real Madrid í janúar 2016 eftir að Rafael Benitez hætti með liðið. Zidane sagðist vera þreyttur enda taki það mikið á að vera knattspyrnustjóri stórliðs. Hann sagði fyrir nokkrum mánuðum að um leið og hann fyndi að hann gæti ekki gefið meira af sér myndi hann hætta.

Zidane útilokaði ekki að hann gæti snúið aftur sem stjóri félagsins í náinni framtíð. Núna væri rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar.

Florentino Perez, forseti Real Madrid, sat við hlið Zidane á blaðamannafundinum. Hann sagði að ákvörðun Zidane hefði komið stjórn félagsins á óvart. Hann sagðist ekki hafa hugmynd um hver komi til með að taka við starfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United nú orðað við Isak

Manchester United nú orðað við Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool hótar að hætta við

Liverpool hótar að hætta við
433Sport
Í gær

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa
433Sport
Í gær

Þremenningunum bannað að æfa með United

Þremenningunum bannað að æfa með United
433Sport
Í gær

Kveðja enska boltann eftir 105 ár – Núll krónur í bankanum

Kveðja enska boltann eftir 105 ár – Núll krónur í bankanum
433Sport
Í gær

Vissu að hjónin væru ekki heima og brutust inn í glæsibýlið

Vissu að hjónin væru ekki heima og brutust inn í glæsibýlið
433Sport
Í gær

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“
433Sport
Í gær

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG

Eru að missa annan lykilmann sem semur við PSG