fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Hvernig á að ná lýsislykt úr fötum?

Lady.is
Miðvikudaginn 23. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýsi er okkur mjög mikilvægt. Það má segja að lýsi sé svokallað heilafóður og mikilvægt fyrir sjónheilsu. Það er svo mikið sem lýsi gerir fyrir okkur.

Klara elskar lýsi og biður alltaf um meira, ég hinsvegar kýs að taka inn perlurnar.

Lyktin af lýsi er ekkert mikið í uppáhaldi hvað þá ef hún fer í fötin, það þarf ekki nema einn lítinn dropa þá angar flíkin.

En þetta er lítið til að stressa sig yfir, maður getur náð lyktinni úr. Mér finnst langt best að nota rodalon til þess að ná lyktinni.

Í þessu tilfelli er nóg að leggja flíkina í bleyti í vaskinum.

  • 1-2 tappar af rodaloni
  • 1/2 líter af vatni

Leyfið flíkinni að liggja í 30 mín.

Eftir 30 mín takið flíkina og setjið í þvottavélina. Þar sem öll virknin sem við vildum fá fór fram í vaskinum þá má setja smá þvottaefni og setja meiri þvott í vélina.

Ef lyktin er það mikil af flíkinni setjið hana þá eina og sér í vélina ásamt 1- 2 tappa af rodaloni í forþvottshólfið og á 30° án þvottaefnis.

Því lægri hiti því betra. Ef vatnið er yfir 40° verður virknin í rodaloni lítil sem enginn.

En það eru eflaust til margar aðrar leiðir. Mér finnst þessi mjög góð 🙂

Færslan birtist upphaflega á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Onana gæti náð fyrsta leiknum

Onana gæti náð fyrsta leiknum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.