fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Íslenska landsliðinu bannað að taka mat með sér til Rússlands – ,,Gylfi mun ekki fá vont að borða fyrir leik“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið hafði hugsað sér að taka með sér íslenskan mat a Heimsmeistarmaótið í Rússlandi en í ljós kom að það er ekki í boði.

Vegna viðskiptabanns Rússa á nokkrar íslenskar vörur getur íslenska landsliðið ekki fengið sér íslenskan mat þar í landi. Rússar settu bann á innflutning á nokkrum íslenskum vörum fyrir þremur árum eftir að Ísland mótmæli innrás Rússlands inn á Krímskaga.

,,Það þarf mikla nákvæmni í útfyllingu allra tollskýrsla, það hefur farið óhemju tími í það. Við vonum að við séum að ná því góðu núna, við tökum óhemju magn af fatnaði og tæknibúnaði með. Lyfjum og læknistækjum, það hefur farið mikill tími í það,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ við Morgunvaktina á RÁS2 í dag.

Á Evrópumótinu í Frakklandi tóku kokkar liðsins með sér talsvert magn af mat til landsins. ,,Í Frakklandi tókum við mikið af mat með okkur, við getum það ekki núna. Við megum ekki flytja það inn.“

,,Rússneskur matur er frábrugðinn okkar mat og því sem við erum vön, fótboltafólk er ekki mjög hrifið af nýjungum rétt fyrir leik. Okkar aðalkokkur er farinn að þekkja hvað leikmenn vilja rétt fyrir leik, það þarf að bregðast við því. Við förum ekki að gefa Gylfa eitthvað vont að borða þremur tímum fyrir leik, við gerum það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar

Fyrrum þjálfari United efstur á óskalista Brighton í sumar