Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United er byrjaður að tjá sig og reisa sig upp í rúmi sínu.
Ferguson fékk heilablóðfall á laugardag, hann féll þá niður á heimili sínu.
Ferguson fór skömmu eftir það í aðgerð og virðist bati hans vera góður.
,,Hvernig fór hjá Doncaster?,“ sagði Ferguson þegar hann vaknaði en sonur hans Darren Ferguson stýrir liðinu.
Darren missti af síðasta leik Doncaster vegna veikinda pabba síns, frá þessu segja ensk blöð.
Ferguson fór síðan að ræða um það hvenær hann kæmist næst á völlinn. ,,Ég veit að ég kemst ekki á bíkarúrslitin en hvað með Kænugarð,“ sagði Ferguson en þar á hann við úrslitaleik Meistaradeildarinnar.