Lokaumferðin í ensku Championship deildinni fór fram um helgina. Cardiff gerði markalaust jafntefli við Reading þar sem Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði gestanna en var skipt af velli 70. mínútu.
Fulham tapaði 1-3 fyrir Birmingham sem þýðir að Cardiff verður í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands var ekki með vegna meiðsla en hann var mættur að fagna með liðinu.
Verðlaunahátíð fór fram hjá Cardiff sama dag. Aron Einar var þangað mættur en hann er samningslaus í sumar. Búist er við því að hann geri nýjan samning við Cardiff á næstu dögum.
Aron var mættur á hækjum og í spelku enda er bara rúm vika síðan að fyrirliði Íslands var í aðgerð. Hann er í kappi við tímann um að ná fullri heilsu fyrir Heimsmeistarmótið í Rússlandi.
Myndir af Aroni má sjá hér að neðan en hann birti þær á Instagram.