Sir Alex Ferguson gekkst undir aðgerð á laugardag og berst kappinn nú fyrir lífi sínu. Hann er áfram á gjörgæslu og eru næstu dagar afar mikilvægar til að skera út um framhaldið.
Sagt er að Ferguson hafi fengið vægt heilablóðfall en að aðgerð hans hafi heppnast vel.
Ferguson verður í gjörgæslu á næstunni á meðan ástand hans er ekki stöðugt. Manchester United segir að blikur séu á lofti um að Ferguson nái bati.
Nú hefur verið greint frá því að Ferguson féll niður á heimili sínu í úthverfi Manchester á laugardag. Hann var fluttur í flýti á sjúkrahúsið í Macclesfield þar sem hann var skoðaður.
Ferguson var síðan fluttur með lögreglufylgd á Salford Royal sjúkrahúsið þar sem aðgerðin á honum var framkvæmd.
Þar liggur hann nú og fjölskylda hans vonar að baráttuandi hans muni hjálpa honum að komast í gegnumþetta.