fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Takk fyrir samfylgdina LC

Egill Helgason
Föstudaginn 11. nóvember 2016 02:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég kynntist tónlist Leonards Cohens fyrst í herbergjum unglingsstúlkna sem ég þekkti, það voru körfustólar, reykelsi, tekrúsir – stundum var reykt hass. Mér fannst eitthvað pínu óþolandi við hann þá. Held samt að það hafi mestanpart verið stælar.

Textarnir voru skringilega innilegir eins og röddin – ég átti ekki auðvelt með að þíðast þetta. En svo fór maður að fljóta með – ég kveikti fyrst á sársaukanum í Famous Blue Raincoat. Svo á Bird on a Wire, þessi sterka myndlíking. Marianne var sungið í partíum. Suzanne var dularfulla stelpan sem var svo auðvelt að verða skotinn í en erfitt að ná.

Löngu seinna sá ég Cohen á löngum tónleikum í Laugardalshöll. Þeir voru frábærir. Hann gaf áheyrendum allt sem þeir vildu heyra, var einstaklega örlátur. Þá var hann á seinna vinsældaskeiði með lög eins og First We Take Manhattan, I’m Your Man og Take This Waltz. Síðastnefnda lagið var byggt á ljóði eftir Lorca.

Ég dvaldi svo nokkuð lengi á grísku eyjunni hans Leonards, Hydra. Þar varð Bird on a Wire til og þar var Marianne. Hann var ekki þarna lengur en fólkið talaði um hann og mér fannst ég skilja aðeins hvað hann hefði uppgötvað þarna.

Ég ætla að setja inn þetta lag nú þegar ég frétti andlát hans. Takk fyrir samfylgdina Leonard, þína djúpu og vitru rödd, lögin og ljóðin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?