fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Guðni í hlutverki álitsgjafans

Egill Helgason
Laugardaginn 17. september 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn vandinn við að vera forseti er að maður má ekki segja sérlega mikið. Það er takmarkað hvað forseti getur leyft sér að taka afstöðu, fella gildisdóma, vera með vangaveltur.

En forsetar þurfa að tala mikið, til þess er ætlast af þeim, þeir eru sífellt á mannamótum og í fjölmiðlum. Því enda þeir oft með að tala á mjög almennum nótum, ræða málin þannig að það stuði ekki neinn, segja sífellt sömu hlutina. Fyrir vikið verða ræður þeirra endurtekningarsamar, jú, og það verður að segjast eins og er, blátt áfram leiðinlegar. Við þekkjum þetta frá fyrri forsetum.

Forsetar þurfa semsagt að ritskoða sjálfa sig í sífellu – jafnvel passa að fólk greini ekki hvað þeir eru að hugsa í alvörunni. Að þessu leyti má segja að forsetinn sé í gylltu búri.

Guðni Th. Jóhannesson varð forseti vegna þess að hann þótti frábær álitsgjafi. Hann er prýðilegur sagnfræðingur, en fyrst og fremst varð hann þjóðþekktur fyrir skýringar sínar á stjórnmálum og sögu  í fjölmiðlum. Það voru þær sem fleyttu honum á þann stað að hann ætti möguleika á að verða forseti. En hængurinn er sá að þegar komið er á Bessastaði þarf Guðni eiginlega að losa sig við álitsgjafann. Það er vel skiljanlegt að honum hafi ekki tekist það enn, hann er ekki búinn að vera nema einn og hálfan mánuð í embætti.

Það verður að segjast eins og er að Guðni stígur út á grátt svæði þegar hann segir í viðtali við breska sjónvarpsstöð að erfitt geti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Kannski er þetta ekki rangt hjá forsetanum, á það hefur þó ekki reynt. En þarna er hann ennþá í hlutverki álitsgjafans. Það er nokkur munur á því og hlutverki forsetans sem þarf eftir sex vikur, daginn eftir kosningar, að byrja að takast á við það verkefni að koma saman stjórn.

Oftast reynir reyndar ekkert sérlega á forsetann í þessu efni. Það er best þannig. En margt bendir til þess að úrslitin verði í meira lagi óskýr að þessu sinni, að enginn klár meirihluti náist fram. Nýr forseti þarf að geta komið að stjórnarmyndun nánast eins og óskrifað blað, það er ekki í verkahring hans að vera stjórnmálaskýrandi – jafnvel þótt hann sé manna fremstur í því.

Eða hefur Guðni einhverjar meiningar um hina flokkana og ríkisstjórnarþátttöku þeirra sem hann vill koma á framfæri?

 

fr_20160916_045990

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu