fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Engar óskaríkisstjórnir í boði – fremur að verði stjórnarkreppa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kannski best að hrapa ekki að ályktunum, fleiri skoðanakannanir eru á leiðinni, en ef litið er á könnun MMR sem birtist í dag verður varla séð að nein ríkisstjórn sé í kortunum – altént ekki ríkisstjórn sem neinn langar að fá. Stefnum við kannski í kosningar þar sem allir verða fyrir vonbrigðum áður en yfir lýkur?

 

image001

D og B eru með samanlagt 35 prósent. Við getum bætt C við og þá eru ekki komin nema 44 prósent. Ekki nóg til að mynda stjórn.

Stjórnarandstöðumegin lítur þetta svona út, þar dreifast atkvæði mjög mikið:

P + V + S + A samanlagt 48 prósent. Við gætum bætt C við og farið í 56 prósent, en 5 flokka stjórn – það er nánast óþekkt. En það er hedur ekki víst að A nái að rjúfa múrinn sem þarf til að ná manni á þing.

Maður gæti farið að álykta að stjórnarkreppa kunni að vera í uppsiglingu. Eða þá að við fáum ríkisstjórn sem er býsna fjarri því sem menn óska sér, eins og til dæmis 1978 þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðuflokkurinn unnu kosningasigur, en Framsókn tapaði – þá varð formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra.

Guðmundur Rúnar Svansson, afar snjall maður, spyr á Facebook hvort þetta séu í rauninni eðlilegustu stjórnarmynstrin eða hvort hinar raunverulegu línur liggi í raun annars staðar. Guðmundur bendir á það í leiðinni að mestu andstæðurnar í íslenskum stjórnmálum sé hugsanlega Viðreisn og VG.

Væri Framsókn, Íhald og VG ef til vill raunhæfasti stjórnarmeirihlutinn að loknum næstu þingkosningum? Augljóslega ekki á hefðbundnum vinstri-hægri skala, en klárlega þegar kemur að þeim málum sem verða einna helst á döfinni í komandi kosningum? Þeir eiga það til dæmis sameiginlegt að vera í meginatriðum hlynntir kvótakerfinu, tregir til breytinga á núverandi stjórnarskrá, andvígir ESB aðild og vilja halda í krónuna, og myndu ennfremur getað náð saman um að gera sem minnstar breytingar á núverandi landbúnaðarkerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“