fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Tvö eldfim mál þegar kosningar nálgast

Egill Helgason
Föstudaginn 5. ágúst 2016 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins skynjar maður að andrúmsloftið í pólitíkinni líkist því að séu að koma kosningar. Og allt í einu sér maður merki þess að kannski verði ekki svo auðvelt að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í haust. Hér er um að ræða mál sem reka fleyga milli flokkanna sem eru í stjórnarandstöðu.

Nú ganga skeytin vegna uppboðsleiðar í sjávarútvegi. Þingmenn Samfylkingarinnar bauna á Vinstri græna fyrir að hafa afturhaldssama sjávarútvegsstefnu. Fyrst Valgerður Bjarnadóttir, svo Össur Skarphéðinsson sem segir að uppboðsleiðin geti ráðið því hvort hægt verði að mynda ríkisstjórn, hann telur þó að stefnubreytingar gæti verið að vænta hjá VG.

Annað mál sem er eldfimt er lengd næsta kjörtímabilsins. Píratar tala enn fyrir því að kjörtímabilið verði stutt, mynduð verði ríkisstjórn sem hafi það markmið að koma í gegn nýrri stjórnarskrá og kjósa svo aftur svo hún taki gildi.

Þessar hugmyndir eru reyndar umdeildar innan Pírata sjálfra og mæta afar lítilli hrifningu meðal forystumanna annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir og Oddný Harðardóttir eru báðar mótfallnar þessu.

En þetta er mál sem getur þvælst verulega fyrir, bæði í kosningabaráttunni og við myndun ríkisstjórnar – og verður eiginlega að fá þetta á hreint áður en gengið er til kosninga. Það er líka spurning hver sé vilji kjósenda – hversu mikilvæg er stjórnarskráin í þeirra huga miðað við til dæmis heilbrigðismál, menntamál og húsnæðismál?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann