fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Gengið um slóðir bankahrunsins

Egill Helgason
Mánudaginn 1. ágúst 2016 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sem búum í miðborginni í Reykjavík förum ekki varhluta af hinum vinsælu gönguferðum með túrista um stræti borgarinnar. Stundum sér maður marga hópa á dag og þeir geta verið býsna fjölmennir.

Það er mikið bullað. Annað slagið berast orð leiðsögumannanna til manns, sumir tala mjög hátt. Oft heyrir maður vitlaust farir með staðreyndir, einkennilegar áherslur og túlkanir. Sundum dettur manni jafnvel í hug að stökkva fram og byrja að leiðrétta eða vinda ofan af vitleysunum. Það var til dæmis einn sem við heyrðum nýskeð tala um sænsku víkingana sem hefðu byggt Ísland.

En auðvitað gerir maður það ekki – sem betur fer. Maður lætur vera.

Í Guardian er yfirlit yfir öðruvísi borgargöngutúra, ferðir sem eru dálítið annars konar en yfirleitt er boðið upp á. Það er til dæmis hægt að fara á staði sem tengjast  spennusagnahöfundinum Stieg Larsson í Stokkhólmi, ferð um svæði átakanna miklu sem eitt sinn voru í Belfast milli kaþólikka og mótmælenda og á slóðir heimilislauss fólks í París.

Og svo er það Reykjavík – Guardian segir að Bláa lónið megi bíða, heldur geti ferðamenn farið í göngutúr á slóðir bankahrunsins með sagnfræðingnum og blaðamanninum Magnúsi Sveini Helgasyni. Þar mun meðal annars vera talað um fall íslensku bankanna og búsáhaldabyltinguna – og reynt að skýra út þessa atburði í tveggja tíma gönguferð.

Líklega er þó ekki gengið alla leið að Bessastöðum. En það má minnast þess á degi forsetaskipta að það var í raun fráfarandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, sem gaf íslensku útrásinni mál, mótaði orðfæri hennar og hugmyndagrundvöll öðrum fremur. Ólafur hrósaði sér af sambandi sínu við verkamenn og bændur í viðtali í gærkvöldi, en það er samt staðreynd að fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa verið haldir jafnmikilli glýju gagnvart valdi peninga og þeim sem eiga mikið af þeim.

 

Screen Shot 2016-08-01 at 13.21.22

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann