fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Eyjan

Einkasjúkrahús og einkavæðing heilbrigðisþjónustu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir um byggingu risastórs einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ vekja ýmsar grunsemdir. Það ríkir leynd yfir eignarhaldinu og hverjir séu fjárfestarnir – beinlínis látið eins og þetta megi ekki gefa upp. Það virkar eins og fyrirsláttur – skálkaskjól. Það er ekki verið að segja nema hálfa söguna – hví ætti maður þá að leggja trúnað á annan fagurgala varðandi þessar stórframkvæmdir?

Í fyrirsvari eru „hollenskur fyrrverandi bankamaður“ og „spænskur hjartalæknir“. Það virkar eins og einhvers konar leiksýning.

Þessar fyrirætlanir ganga gegn hugmyndum sem hafa verið ríkjandi í íslenskri heilbrigðisþjónustu um að aðgangur sé jafn óháð efnahag. Það hefur verið grundvallaratriði. Þarna er farið í átt að heilbrigðiskerfi eins og tíðkast í Bandaríkjunum. Frægt er hvað það er óhagstætt og óréttlátt eins og til dæmis má lesa í þessari nýju úttekt sem er alveg sláandi.

Hollenski bankamaðurinn fyrrverandi segir að þeir séu ekki að leita að íslenskum sjúklingum nema þeir geti borgað.

Þarna er um að ræða stærri einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en við höfum áður séð á Íslandi. Þarna verðum við komin með tvöfalt kerfi, heilbrigðisþjónustu fyrir ríkt fólk. Svo er það líka spurning um starfsfólkið – þetta mun hafa í för með sér meiri samkeppni um lækna og hjúkrunarfólk, hugsanlega hærri laun, og meiri kostnað. Það kom reyndar fram nýskeð að læknar hafa hækkað gríðarlega í launum.

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður tjáir sig um viðtal við bæjarstjórann í Mosfellsbæ sem fram fór á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Vigdís segir á Facebook:

Er að horfa á Hringbraut og þar er viðtal við bæjarstjórann í Mosfellsbæ.
Hann kynnir verkefnið þannig að það njóti ívilnunar frá íslenskum lögum – og þar með mikil skattahlunnindi – húsnæðið er svo stórt að ef það væri á einni hæð þá næði það yfir 3 hektara
Hvernig var það – var ekki einmitt verið að fjalla um það í vikunni að Holland væri nýjasta aflandslandið?
Hef á tilfinningunni að þarna megi rekja eiganarhaldið til einhverra „víkinga“.

 

Screen Shot 2016-07-21 at 23.22.39

Af heimasíðu Burbanks Capital.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti