fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Undirbúningurinn fyrir kosningar í haust

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Maður sér því haldið fram á nokkrum stöðum að Viðreisn sé klofningur úr Sjálfstæðisflokki. Það má vera að talsverðu leyti en sá klofningur varð í rauninni fyrir nokkuð löngu síðan, aðallega vegna evrópustefnu Sjálfstæðisflokksins. Maður heyrði fyrir síðustu kosningar að margir fyrri kjósendur Sjálfstæðisflokks hölluðust að Bjartri framtíð – og svo var náttúrlega hin stóra sneið kjósenda sem Framsókn tók af Sjálfstæðisflokki kosningavorið 2013. Hún er að talsverðu leyti að að skila sér aftur sem er væntanlega meginskýringin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er að auka fylgi sitt.

Það er vandséð að Viðreisn breyti miklu þar um.

Í raun verður að segjast að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera flokka best undirbúinn undir kosningar í haust. Flokkurinn er farinn að halda kjördæmaþing, undirbúa prófkjör, og innan hans er stöðugleiki. Staða Bjarna Benediktssonar er býsna traust, þrátt fyrir Panamauppljóstranir. Leiðin í skoðanakönnunum hefur legið upp á við og gæti jafnvel stefnt í 30 prósent í kosningum.

Aðrir flokkar virðast misjafnlega vanbúnir undir kosningar – að undanskildum Vinstri grænum þar sem ríkir mikill einhugur um Katrínu Jakobsdóttur sem formann. Hún ætti líka að vera nægilega sterk til að gæta þess að nauðsynleg endurnýjun verði á framboðslistum flokksins.

Samfylkingin kýs sér ekki nýjan formann fyrr en í júní; þar er varla farið að ræða um stefnumál eða framboðslista. Það má spyrja hvor eitthvert pláss sé fyrir Bjarta framtíð lengur – kannski gæti hún runnið saman við Viðreisn? Það er farið að tala um báða þessa flokka eins og þeir séu nánast feigir – það er erfitt að reka af sér slíkt orðspor.

Píratar virðast ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætla að stilla upp, en það vekur athygli að einstaklingar sem hafa ekki starfað innan hreyfingarinnar, eins og Björn Þorláksson fréttamaður, sækjast eftir að komast á lista hjá flokknum. Hvernig munu Píratarnir bregðast við því?

Þá er komið að Framsóknarflokknum þar sem  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tilkynnti um helgina að hann vildi sitja áfram sem formaður, sæktist eftir því að koma aftur í forsætisráðuneytið og það yrðu ekki endilega kosningar í haust. Það vakti athygli að Bjarni sagði allt annað fáum dögum síðar, snupraði í raun Sigmund. Eftir að Sigmundur  hrökklaðist úr forsætisráðuneytinu í vor virðist trúnaðurinn milli hans og Bjarna hafa brostið.

Enn einu sinni kom í ljós hversu Sigmundur er gjarn á að spila einleik í stjórnmálunum. Hann fór í viðtalið án þess að vera búinn að láta vita um hugmyndir sínar og áform, þetta kom flatt upp á hans eigin flokksmenn og samstarfsflokkinn í ríkisstjórn.

En þá er spurning hvaða leið Framsóknarflokkurinn ætlar að fara? Það gæti dregið til tíðinda á fundi miðstjórnar flokksins sem verður haldinn í Reykjavík 4. júní. Þar eiga bæði Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að halda ræður. Vilja Framsóknarmenn halda áfram með Sigmund sem formann – og þá væntanlega forsætisráðherraefni – en Sigurð Inga sem einhvers konar bráðabirgðamann? Eða veðja þeir á Sigurð Inga sem leiðtoga í kosningunum – hann hefur jú yfir sér dálítið gamaldags framsóknaryfirbragð? Svo er líka nefnd til sögunnar Lilja Alfreðsdóttir – hefur hún alvöru pólitískan metnað eða sækist hún kannski ekki eftir meiru en að vera utanríkisráðherra um stundarsakir?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti