Sú var tíðin að þriggja manna þingflokkur Pírata var sá hávaðasamasti á þingi og þótti mörgum nóg um. Í síðustu kosningum fitnaði þingflokkurinn verulega og bjuggust flestir við því að enn meira myndi bera á þeim í opinberri umræða. Annað kom á daginn. Lítið hefur borið á Pírötum síðustu mánuði og því má það teljast dágott hjá þeim að hafa þó haldið því fylgi sem kannanir sýna. Þeir ættu þó að minnast kjördagsins fyrir réttu ári, þar sem fylgishrunið var talsvert á síðustu metrunum.