fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Vesturfarar, austurfarar og íslenska diasporan

Egill Helgason
Mánudaginn 27. október 2014 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disaspora er alþjóðlegt orð, komið úr grísku, og notað yfir þjóðir sem dreifast – til dæmis eiga Grikkir stóra diasporu í Kanada, Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Flest þetta fólk flutti burt vegna bágra kjara í heimalandinu, en mikill fjöldi af því heldur tryggð við gamla landið, menningu þess og siði. Grikkir hafa getað stótt talsverðan styrk í þetta brottflutta fólk.

Írar eiga líka risastóra diasporu, einkum vestanhafs. Hún telur margar milljónir. Þeir hafa meira að segja sérstakan ráðherra diasporunnar. Ekki á að mæla allt í peningum, en hún hefur beinlínis efnahagslega þýðingu fyrir Írland og er ein skýringin á því hversu mörg bandarísk fyrirtæki hafa starfstöðvar þar.

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, en við eigum líka okkar diasporu í Kanada og Bandaríkjunum. Um hana hef ég verið að fjalla í þáttunum um Vesturfarana sem hafa verið sýndir síðustu tíu sunnudagskvöld á Rúv.

Í þáttunum er því ekki haldið fram að Íslendingarnir sem settust að í vesturheimi séu á einhvern hátt betri eða merkilegri en aðrir innflytjendur. Innflytjendur streyma enn til Kanada – þar er tekið á móti 250 þúsund manns á ári.

Hins vegar er þetta okkar disaspora. Þarna er fólk sem deilir með okkur uppruna og minningum. Því þykir afskaplega vænt um þegar við sýnum því áhuga – skoðum hvað er skylt með okkur og rifjum upp sameiginlega sögu. Mér er það ánægjuefni að finna að margir hafa horft á Vesturfaraþættina í Kanada og Bandaríkjunum. Við, þessi fámenna þjóð getum líka sótt styrk, vináttu og gestristni hjá frændum okkar og frænkum vestanhafs.

Það er svo annað mál að fólk er að spyrja mig hvenær ég ætli að gera þætti um burtflytjendur nútímans – þá Íslendinga sem flykkjast til Noregs. Þar gæti náttúrlega verið að myndast íslensk diaspora – nema allt fólkið ákveði einhvern tíma að koma heim aftur.

Líklegt er hins vegar að Íslendingarnir sem flytja til Noregs verði fljótari að týna þjóðerni sínu og menningu en þeir sem fóru til Kanda og Bandaríkjanna á árunum 1873 til 1914.

Avid-Media-Composer-KONA-LHe+_2014-08-29_15-23-21

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin