Það komst einver einkennilegur kvittur á kreik um að stæði til að þengja Gullinbrú í Grafarvogi, þá miklu samgönguæð. Eftir því sem næst verður komist á þetta ekki við nein rök að styðjast. Það er hjólastígur undir Gullinbrú.
Best væri auðvitað að koma á betri vegtengingum milli Grafarvogs og bæjarins. Sundabraut myndi gera það. En samkvæmt nýja aðalskipulaginu mun svæðið milli austurhverfanna og Grafarvogs styrkjast – það er ráðgert þétta byggðina verulega í kringum Elliðaárvog og í Skeifunni, því tengjast hugmyndir um að efla Suðurlandsbrautina sem samgönguás.
En það er víða mikil gerjun í skipulagsmálum. Við lifum á tíma þegar engin meginstefna í arkítektúr er ríkjandi, nema þá helst að reyna að gera borgirnar vistvænni og ekki eins háða bílaumferð. Þetta sjáum við út um allan heim – þetta er svar við mengun, loftslagsbreytingum og tímasóun.Því miður hefur þetta náð seint og illa til Íslands, höfuðborgarlandið þandist út um hátt í þrjátíu prósent á fáum árum fyrir hrun.
Hér eru nokkur skemmtileg dæmi um hvernig stórar akbrautir hafa mátt víkja fyrir vistvænna skipulagi. Fleiri má finna með því að smella hérna.
Þarna var Embarcadero Freeway í San Francisco. Uppi höfðu verið áform um að rífa hraðbrautina, en jarðskjálfti sem varð 1989 flýtti fyrir þeim áformum.
Cheonggyechon í Seoul í Suður-Kóreu. Hraðbrautin ruddist þarna í gegnum hverfi sem var niðurnítt og fátæklegt. Hún hefur verið fjarlægð og lækur sem þarna rann hefur verið endurvakinn.
Harbour Drive í Portland, Oregon. Þetta var sex akgreina braut sem er nú grænn garður meðfram Willamette ánni.
Alaskan Way í Seattle sker miðborgina frá höfninni. Nú er verið að bæta þar úr. Akveginum verður breytt þannig að aðgengið að höfninni batnar og umhverfið verður fegurra og mannvænna.