fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Ekki nýtt að norrænir kratar séu Natósinnar – þeir voru stofnfélagar

Egill Helgason
Föstudaginn 28. mars 2014 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherratíð hennar, varpar eftirfarandi spurningu fram hér á Eyjunni:

Friðarhöfðinginn Jens Stoltenberg að verða framkvæmdastjóri NATO – Er það ekki rétti tíminn til að grafa „Ísland úr NATO“ borðana og þar með ryðja síðustu málefnalegu hindruninni úr vegi sameiningar VG og SF? Það finnst mér!

Þetta gefur tilefni til að fara í smá upprifjun. Hrannar kemur upprunalega úr Alþýðubandandalaginu. Sá flokkur rakti sögu sína til Sósíalistaflokksins sem aftur rakti sögu sína til Kommúnistaflokks Íslands. Alþýðubandalagið var mjög eindregið í andstöðunni gegn hernum og Nató, en átti það reyndar til í seinni tíð að fórna þessu málefni fyrir ríkisstjórnarsetu.

Vinstri grænir eru fólkið í Alþýðubandalaginu sem vildi ekki fara í samstarf með sósíaldemókrötum úr Alþýðuflokknum undir nafni Samfylkingarinnar. Í hópinn bættust umhverfisverndarsinnar og flokkurinn varð rauðgrænn. Í Samfylkinguna fóru Alþýðubandalagsmenn sem voru búnir að missa trúna á sósíalismann, þangað runnu líka inn konur úr Kvennalistanum – jú og kratarnir.

Samfylkingin vildi verða krataflokkur eins og norrænu krataflokkarnir. Í áratugi hafði það verið Alþýðuflokkurinn sem var systurflokkur norrænu kratanna og þáði meira að segja styrki og ýmiss konar aðstoð þaðan – enda var hreyfingin talin alþjóðleg.

Ef það er eitthvað sem kratarnir tortryggðu sérstaklega mikið, já, höfðu hreina óbeit á, þá var það kommúnisminn sem kom úr austri. Þannig voru kratarnir mjög hlynntir Nató. Þegar Ísland gekk í Nató var alþýðuflokksmaðurinn Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra.

Hið sama gilti um krata í nágrannalöndunum. Frá upphafi voru þeir ekki bara stuðningsmenn Nató og varnarsamvinnunnar við Bandaríkin, heldur voru þeir beinlínis hvatamenn hennar. Svíar pössuðu reyndar upp á hlutleysi sitt, en öðru gegndi um Norðmenn og Dani. Einn aðalhvatamaðurinn að inngöngu Noregs í Nató var hinn frægi jafnaðarmannaforingi Einar Gerhardsen – áhrifamesti stjórnmálamaður landsins eftir stríð.

Í Danmörku var forsætisráðherrann við tíma inngöngunnar í Nató sósíaldemókratinn Hans Hedtoft.

Þetta á reyndar við um fleiri nágrannaríki okkar. Forsætisráðherra Bretlands þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað var Clement Attlee, sósíaldemókrati úr Verkamannaflokknum.

Þannig kemur nákvæmlega ekkert á óvart þótt norskur jafnaðarmaður verði framkvæmdastjóri Nató. Hann fylgir einfaldlega gamalli stefnu krata í Vestur-Evrópu. Hrannar segir að Stoltenberg sé „friðarhöfðingi“, en voru kratarnir á tíma Kalda stríðsins það ekki líka?

gerhardsen

Einar Gerhardsen hefur ímynd landsföður í Noregi. Hann var forsætisráðherra þrívegis á árunum 1945-1965. Hann var sósíaldemókrati og leiddi Norðmenn inn í Nató.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum