fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Arsenal í undanúrslit eftir jafntefli í Rússlandi – Marseille sló Leipzig úr leik

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

CSKA Moscow og Arsenal gerðu 2-2 jafntefli í Rússlandi en heimamenn komust í 2-0 eftir mörk frá þeim Fedor Chalov og Kirill Nababkin.

Danny Welbeck og Aaron Ramsey jöfnuðu hins vegar metin fyrir Arsenal í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 og gestirnir fara því áfram í undanúrslit keppninnar, samanlegt 6-3.

Marseille vann 5-2 sigur á RB Leipzig í Frakklandi en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri þýska liðsins.

Bruma kom RB Leipzig yfir en sjálfsmark frá Stefan Ilsanker, Bouna Sarr og Florian Thauvin komu Marseille í 3-1 í fyrri hálfleik.

Jean-Kevin Augustin minnkaði muninn fyrir Leipzig á 55. mínútu og voru Þjóðverjarnir áfram ef þetta yrðu lokatölur leiksins.

Dimitri Payet kom hins vegar Marseille í 4-2 á 60. mínútu áður en Hiroko Sakai gerði út um vonir gestanna með marki í uppbótartíma og lokatölur því 5-2 fyrir heimamenn.

Salzburg vann svo ótrúlegan 4-1 sigur á Lazio sem þýðir að Ítalirnir eru úr leik en fyrri leik liðanna lauk 4-2 sigri ítalska liðsins og vonbrigðin því mikil á Ítalíu í kvöld.

Sporting vann svo 1-0 sigur á Atletico Madrid en það dugði ekki til þar sem að Spánverjarnir unnu fyrri leikinn, 2-0 á Spáni og fara því áfram í undanúrslitin.

Úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

CSKA Moscow 2 – 2 Arsenal* (Samanlagt 3-6)
1-0 Fedor Chalov (39′)
2-0 Kirill Nababkin (50′)
2-1 Danny Welbeck (75′)
2-2 Aaron Ramsey (90′)

*Marseille 5 – 2 RasenBallsport Leipzig (Samanlagt 5-3)
0-1 Bruma (2′)
1-1 Stefan Ilsanker (sjálfsmark 6′)
2-1 Bouna Sarr (9′)
3-1 Florian Thauvin (38′)
3-2 Jean-Kevin Augustin (55′)
4-2 Dimitri Payet (60′)
5-2 Hiroki Sakai (93′)

*Salzburg 4 – 1 Lazio (Samanlagt 6-5)
0-1 Ciro Immobile (55′)
1-1 Munas Dabbur (56′)
2-1 Amadou Haidara (65′)
3-1 Hee-Chan Hwang (74′)
4-1 Stefan Lainer (76′)

Sporting CP 1 – 0 Atletico Madrid* (Samanlagt 1-2)
1-0 Fredy Montero (28′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“