fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Skoðanakönnun: Meirihluti í tíu ESB löndum vilja stöðva innflutning frá löndum múslima

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skoðanakönnun bendir til að andstaðan gegn innflytjendum af bergi múslima sé mikil meðal almennings í Evrópu. Hún virðist meiri þar en í Bandaríkjunum.

Nýbirtar niðurstöður skoðanakönnunar bresku hugveitunnar Chatham House benda til þess að meirihluti íbúa í tíu af stærstu löndum ESB telji að stöðva beri frekari innflutning fólks frá svokölluðum múslimalöndum.

Yfir tíu þúsund manns í Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni, Bretlandi, Þýskalandi og Austurríki tóku þátt í könnuninni. Helstu niðurstöður eru birtar á vefsíðu Chatham House.

Fólkið var spurt hvort það væri sammála því að „stöðva verði allan frekari innflutning fólks frá löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru múslimar.“

Samanlagt sýna niðurstöðurnar að 54,6 prósent lýstu sig samþykk þessu. Síðan voru 20,1 prósent ósammála fullyrðingunni en 25,3 voru hvorki með né á móti.

Andstaðan við frekari komu múslimskra innflytjenda er mest í Póllandi. Þar vilja heil 71 prósent stöðva innflutninginn. Þessi andstaða mælist litlu minni í þessari könnun í Belgíu, Frakklandi, Austurríki og Ungverjalandi þar sem hún er alls staðar ríflega 60 prósent. Minnst er andstaðan hins vegar á Spáni, eða 41 prósent.

Mynd af helstu niðurstöðum af heimasíðu Chatham House.

Könnunin sýnir einnig að stuðningur við stöðvun frekari innflutnings fólks frá löndum múslima er mestur meðal eldri hluti borgaranna. Í heildina vilja 63 prósent fólks eldri en sextugt í löndunum tíu stöðva innflutninginn. Aðeins 17 prósent vilja hið gagnstæða. Þó er einnig mikil andstaða við múslimska innflytjendur meðal yngra fólks. Á aldursbilinu 18 til 29 ára sögðust 44 sammála því að stöðva verði allan frekari innflutning fólks frá löndum þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa eru múslimar. Ósammála þessu í þeim aldurshóp voru 27 prósent.

Þessi könnun Chatham House bendir til að andstaðan við múslimska innflytjendur sé meiri í Evrópu en í Bandaríkjunum. Í lok janúar sl. greindi Eyjan frá bandarískri skoðanakönnun sem leiddi meðal annars í ljós að 48% Bandaríkjamanna vilja banna fólki frá löndum þar sem hryðjuverkasamtök eru fyrirferðarmikil að koma til landsins, en 42% eru því mótfallin.

Flokkar sem eru gagnrýnir á íslam og ríkjandi innflytjendastefnu í Evrópu hafa undanfarið sótt mjög í sig veðrið í álfunni. Á næstunni verða þingkosningar í Hollandi og forsetakosningar í Frakklandi.

Chatham House skrifar að niðurstöður þessarar nýju könnunar bendi til að umtalsverð og útbreidd hræðsla ríki meðal almennings í Evrópulöndum vegna innflutnings fólks frá svokölluðum múslimaríkjum. Forystuöfl stjórnmálaflokkanna í álfunni verði að finna leiðir til að mæta þessum áhyggjum.

Norska dagblaðið Aftenposten er meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem birta frétt um þessa könnun. Þar kemur fram að hún var gerð áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði umdeilda flóttamannatilskipun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir